+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Vegna gruns um ofbeldi

Vegna gruns um ofbeldi

Nýverið hafa komið fram ásakanir á hendur starfsfólki barnaskóla Hjallastefnunnar um ofbeldi gegn nemendum. Við tökum slíkum ásökunum mjög alvarlega og tekur allt starfsfólk þær afskaplega nærri sér.

Börn eiga alltaf að njóta vafans og er velferð þeirra ávallt í fyrirrúmi hjá okkur. Skólinn brást því tafarlaust við og starfsfólkið sem um ræðir var sent í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram af hálfu Barnaverndarnefndar.

Hjallastefnan rekur 18 skóla í 11 sveitarfélögum og eru nemendur tæplega 2.000 talsins. Henni er ætlað að stuðla að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks svo og í öllum samskiptum við börn og foreldra og aðra sem koma að málum skólans.

Við tökum því ávallt alvarlega ef foreldrar eða nemendur hafa áhyggjur af því hvort starfsfólk hafi brugðist rangt við í erfiðum aðstæðum. Tekið er á slíkum málum af fyllstu ábyrgð og fagmennsku.