+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Nýjustu fréttir

Hjallastefnunni er ætlað að mæta hverju barni eins og það er og virða og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga.
Fyrsta meginregla Hjallastefnunnar

Um Okkur

obr

Meginreglurnar eru grundvöllurinn að öllu starfi Hjallastefnuskóla. Þær eru í reynd bæði stefnuyfirlýsing og hugmyndafræði skólanna og fela í sér þá lífssýn og mannskilning sem allt starfsfólk sameinast um. Meginreglurnar eru í skýrri forgangsröð þar sem fyrstu reglurnar hafa skýran forgang og hver regla byggir á þeirri sem á undan kemur. Jafnframt er fyrsta reglan innsti kjarni starfsins og koll af kolli umlykur hver regla þá næstu á undan.

Að auki búa skólarnir að sérstakri kynjanámskrá sem unnið er að kerfisbundið allt skólaárið. Loks eru handbækur Hjallastefnunnar fyrir kennara og stjórnendur þar sem nánar er kveðið á um daglegt starf. Hver skóli á síðan eigin námskrá sem er í stöðugri mótun og endurskoðun í hverjum skóla.

Questionaire icon

Ábending um starfið

Eshop icon

Skólaföt netverslun