+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Meiri fjölbreyttni í skólafatnaði

Meiri fjölbreyttni í skólafatnaði

Kæru foreldrar,

Það er ánægjulegt að segja frá því að ný tegund af skólafötum hafa borist okkur í hús. Hugmyndin kom frá foreldrum að Hjallastefnubúðin myndi bjóða upp á breiðara úrval og erum við óendanlega glöð að hafa loks brugðist við því.

Um er ræða hágæða flísfatnað frá Cintamani. Flíspeysur og flísbuxur, góða vettlinga og ennisbönd. Áfram fæst fatnaðurinn í bæði rauðu og bláu en buxurnar koma í dökkbláu.

Hægt er að panta fötin í vefverslun Hjallastefnunnar: http://vefverslun.hjalli.is/ og finna þar verðskrá. Fötin eru síðan afhent í ykkar skóla fyrir þau sem kjósa þessa viðbót.