+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Starfsfólk

Alma Guðmundsdóttir Hjallamiðstöð, fjármálastjóri
Alma Guðmundsdóttir

Alma er fjármálstjóri Hjallastefnunnar. Hún hefur víðtæka starfsreynslu á sviði fjármálastjórnunar, meðal annars hjá Já og Capacent. Alma er með BS próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Emilía Jóhannsdóttir Hjallamiðstöð, skrifstofa
Emilía Jóhannsdóttir

Emilía eða Emma eins og hún er kölluð hefur umsjón með skrifstofu Hjallastefnunnar, þar sem hún sinnir bókhaldi og fleiri verkefnum. Þeir sem hringja til okkar á skrifstofuna eru svo heppnir að fá að heyra fallegu norðlenskuna hennar. Emma hefur aðallega unnið við skifstofustörf í gegnum tíðina. Hún er Gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri.

Ingigerður Hjaltadóttir Hjallamiðstöð, bókhald
Ingigerður Hjaltadóttir

Ingigerður Hjaltadóttir eða Inga eins og hún er kölluð vinnur í bókhaldi Hjallastefnunnar ehf. Hefur unnið við bókhald og skrifstofustörf frá örólfi alda. Er úr Hafnarfirði og með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Margrét Pála Ólafsdóttir Hjallamiðstöð, stjórnarformaður
Margrét Pála Ólafsdóttir

Margrét Pála er stjórnarformaður Hjallastefnunnar ehf. Hún hefur áratuga reynslu af leik- og grunnskólastjórnun, námskeiðshaldi og kennslu og er höfundur Hjallastefnunnar. Hún er útskrifuð frá Fósturskóla Íslands 1981, lauk diplóma í stjórnun frá sama skóla árið 1996, mastersgráðu í uppeldis- og kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011.

Matthías Matthíasson Hjallamiðstöð, upplýsingatækni, rekstur og skólamál
Matthías Matthíasson

Matthías er sálfræðingur að mennt og er með starfsréttindi og áratuga reynslu sem grunn- og framhaldsskólakennari auk mikillar reynslu af leikskólarekstri og -kennslu. Hann sinnir rekstrar- og skólaverkefnum, með sérstaka áherslu á tækni- og upplýsingamál. Auk þess er Matthías tengiliður við birgja og innkaupahóp Hjallastefnunnar.

Þórdís Jóna Sigurðardóttir Hjallamiðstöð, framkvæmdastjóri
Þórdís Jóna Sigurðardóttir

Þórdís Jóna Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Hún hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur setið í stjórnum fyrirtækja hér á landi sem og erlendis. Þórdís hefur einnig setið í Háskólaráði Háskólans í Reykjavík og var lektor við sama skóla og kenndi stjórnun og stefnumótun. Undanfarin ár hefur Þórdís einkum unnið við stjórnendaráðgjöf og við stefnumótun fyrir fyrirtæki og stjórnendur.