+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Vegglistaverk á Barnamenningarhátíð

Vegglistaverk á Barnamenningarhátíð

Sjö nemendur í 3. og 4. bekk á sjónlistabraut Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík unnu sameiginlegt vegglistaverk á skúr sem staðsettur er á stígnum milli Ljósvallagötu og Brávallagötu undir leiðsögn Höllu Daggar Önnudóttur myndlistarkonu og kennara. Krakkarnir hafa skoðað Graffiti-Veggjalist og gert ýmsar tilraunir með það að markmiði að örva skapandi hugsun, þjálfa sjónræna athygli og persónulega tjáningu. Framsetningin var á forsendum nemenda. Aðstoðarkennari Una Björk Kjerúlf.

Meðfylgjandi má sjá myndskeið frá ferlinu og lokaútkomunni. Glæsilegt framtak hjá skapandi nemendum.