+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Sumarskólafjör á Vífilsstöðum

Sumarskólafjör á Vífilsstöðum

Í sumar hefur verið starfræktur sumarskóli á Vífilsstöðum þar sem börn í Hjallastefnuskólum á aldrinum sex til níu ára hafa upplifað frábæra dagskrá og mikil ævintýri. Umhverfið á Vífilsstöðum er einstaklega hentugt fyrir starf af þessu tagi. Skógarrjóðrið býður upp á ævintýraleiðangra, kofabyggingarnar kalla fram verkfræðihæfileikana hjá stúlkum og drengjum og fimmtudagsferðirnar út um borg og bý eru svakalega skemmtilegar. Sumarskólinn hefur notið vinsælda hjá börnum sem og foreldrum og hafa foreldrar barna úr öðrum skólum notað tækifærið og sent börnin sín í sumarskóladvöl á Vífilsstöðum.