+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Skemmtileg tímamót á Tálknafirði

Skemmtileg tímamót á Tálknafirði

Hið frábæra þróunarverkefni Tálknafjarðarhrepps og Hjallastefnunnar um rekstur leik- og grunnskóla heldur áfram en nú með örlítið breyttum hætti. Helga Birna Berthelsen sem verið hefur skólastjóri skólans færir sig til í starfi og helgar sig kennslu við skólann en Steinunn Guðmundsdóttir tekur við skólastjórahlutverkinu.

Í Tálknafjarðarskóla eru nemendur frá eins árs aldri til fimmtán ára. Samkennsla er í árgöngum og starfið einkennist af gleði og jákvæðni. Skólinn nýtur fjarkennslu frá kennurum Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ í einstaka námsgreinum og er það til stuðnings þeim kennurum sem leiða starfið í skólanum.