+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Nýr stjórnandi á Hjalla

Nýr stjórnandi á Hjalla

Íris Helga Baldursdóttir hefur tekið við sem daglegur stjórnandi á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði. Hún hefur unnið í Hjallastefnuskólum bæði sem kennari og skólastýra auk þess sem hún var Hjallamóðir. Íris Helga stýrði síðast miðstigi Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði en færði sig síðan um set og hóf kennslu við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Þegar Gróa Margrét fráfarandi skólastýra vildi breyta til hófst skoðun á því hver gæti tekið við hlutverki stjórnanda á móðurskútu Hjallastefnunnar. Niðurstaðan var sú að fá Írisi Helgu til að sinna þessu spennandi verkefni.