+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Aðventa í Hjallastefnunni

Aðventa í Hjallastefnunni

„Jafnrétti er hugsjón okkar í Hjallastefnuskólunum og þess vegna syngjum við alltaf „Adam átti syni sjö“ og við syngjum líka og stundum á undan „Eva átti dætur sjö.“ Við sleppum lögum og ljóðum sem eru með þessum kynbundnu tilvísunum eins og um Sigga á síðum buxum og Sollu í bláum kjól. Hvernig stelpurnar vagga brúðu og strákarnir sparka bolta. Við bara sleppum þessu, það er svo margt skemmtilegt til.“

Þetta segir Magga Pála í viðtali við Vísi á dögunum þar sem rætt var um aðventuna og nálgun Hjallastefnunnar.

Magga Pála heldur áfram:

„Í okkar huga er þetta ekkert flókið. Það er fjölmargt í menningu okkar sem er allt í lagi að víkja til hliðar og vera með ákveðna endurskoðun í gangi. Þetta skiptir máli, það skiptir allt máli fyrir börn sem eru að móta sjálfsmyndina og kynímyndina. Er þetta einnig gert með bækur og sögur hjá Hjallastefnunni.“

„Einhverjir segja að þetta sé nú bara bull eða sé úti um allt og þá svara ég því bara þannig að á okkar vakt og á minni vakt þá ætlum við ekki að fóðra þessar gömlu hugmyndir. Hver og einn velur fyrir sig og við veljum þetta fyrir okkur, að koma með meiri ferskleika inn í jólalögin.“

Greinina í heild er hægt að lesa hér http://www.visir.is/g/2017171219681/bornin-ekki-la...