+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Rannsókn á Hjallastefnunni

Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna, 2014 - 2016
Niðurstöður

Þegar á heildina er litið benda niðurstöður rannsóknar sem þessi skýrsla byggir á til þess að nemendur í Hjallastefnuskólum standi sig ekki síður vel í námi en jafnaldrar þeirra í öðrum skólum. Þá er heldur ekkert sem bendir til þess að nemendur úr Hjallastefnuskólum komi illa undirbúnir undir nám í aðra skóla. Þetta kom vel fram bæði í svörum fyrrum nemenda sem nú eru í unglingadeildum Garðabæjar og viðtölum við fyrrum nemendur Hjallastefnunnar. Á sumum þáttum virðast nemendur Hjallastefnunnar jafnvel standa framar jafnöldrum sínum í öðrum skólum og þá sérstaklega þegar kemur að viðhorfum til jafnréttis sem og á þáttum er tengjast félagsauði. Þá sýndu niðurstöður einnig að almenn ánægja er meðal foreldra barna í Hjallastefnuskólum með skóla barna sinna.

Rannsóknarskýrslan - A short summary in English