+354 555 7020, hjallastefnan@hjalli.is

Stjórn Hjallastefnunnar


Þórdís Jóna Sigurðardóttir, stjórnarformaður

Þórdís Jóna Sigurðardóttir er stjórnarformaður Hjallastefnunnar. Hún hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur setið í stjórnum fyrirtækja hér á landi sem og erlendis. Þórdís hefur einnig setið í Háskólaráði Háskólans í Reykjavík og var lektor við sama skóla og kenndi stjórnun og stefnumótun. Undanfarin ár hefur Þórdís einkum unnið við stjórnendaráðgjöf og við stefnumótun fyrir fyrirtæki og stjórnendur.

Margrét Theodórsdóttir

Margrét er skólastjóri og eigandi Tjarnarskóla sem hún setti á stofn árið 1985 í samstarfi við Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Hún var stofnaðili og stjórnarmaður í Samtökum sjálfstæðra skóla þar sem hún sat í fyrstu stjórn samtakanna. Margrét hefur áratuga reynslu af skólastarfi og þá sérstaklega af starfi sjálfstæðra skóla.

Ólafur Stefánsson

Ólafur er kunnur handknattleiksmaður og þjálfari en hefur einnig tekið þátt í áhugaverðum skólaverkefnum. Hann undirbjó stofnun sjálfstæðs skóla í Reykjavík ásamt Eddu Huld Sigurðardóttur skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík og Þorvaldi Þorsteinssyni rithöfundi auk þess sem hann átti samráð við Margréti Pálu og Hjallastefnuna við hönnun apps sem hentar nemendum einstaklega vel til skráningar á athugunum og hugleiðingum hverskonar.